Brek – Livestream Concert


18:00

Livestream fra Nordens Hus med gruppen Brek

(tekst på dansk kommer snart)

Brek er ný hljómsveit sem er að byrja að láta að sér kveða í íslensku tónlistarlífi.
Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar.

Brek tók nýverið upp tónleika í Norræna húsinu í samstarfi við tækjaleiguna Mymedia4you sem nú verður streymt föstudaginn 28. ágúst kl. 18 að íslenskum tíma.

Framleitt af Brek og Mymedia4you.

Myndataka:
Eggert Þór Jónsson
Jóhannes Tryggvason,
Ívar Kristján Ívarsson.

Hljóð: Gísli Kjaran Kristjánsson
Tæknistjórn: Sigurður Grétar Kristjánsson
Stjórn upptöku og klipping: Sturla Holm Skúlason

Brek
www.brek.is

Mymedia4you
www.mymedia4you.com