MÁL/TÍÐ – Waste feast
12:00- 18:00
Översättning finns tyvärr inte. Vi ber om ursäkt för besväret.
Verið velkomin á æta upplifunarviðburði eftir Elín Margot og Pola Sutryk þar sem gestir geta átt í líklamlegum samskiptum við matarhönnun. Carnal Dinner rannsakar samband matar og munúðar á meðan Waste Feast einblínir á að upplyfta því sem sem við alla jafna myndum flokka sem rusl.
MÁL/TÍÐ var stofnað árið 2021 með það í markmið að hönnuðir, listamenn og kokkar vinna í sameiningu með þverfagleg sjónarhorn í fyrirrúmi. Meðlimir okkar einbeita sér að verkefnum sem skora á matarmenningu nútímans og skoða mögulega kosti sem draga innblástur frá framþróun tækni, heimspeki og mannvísindi.
Með skynfæri í fararbroddi sköpum við nýja sýn á matarmenninguna sem varpar ljósi á umdeild viðfangsefni á borð við matarsóun, loftslagsbreytingar, femínisma og hnattvæðingu.
Waste Feast
Í verkefnum okkar einblínum við mikið á matarsóun, bæði sem kerfisbundið og persónulegt vandamál. Við trúum að hugtakið ,,rusl” sé viðhorf, orð sem við notum yfir hluti sem eru óþarfir, ónýttir eða gleymdir. En rusl hættir að vera til ef þú horfir á það, viðurkennir það, fagnar því og endurnýtir það (eða í þessu tilfelli – borðar það).
Rannsóknir sýna að Ísland er með eitt af mesta magn af rusli á höfðatölu, hvernig er hægt að tækla þann vanda?
Laugardaginn 7. maí bjóða Pola Sutryk og Elín Margot gestum í Gróðurhúsið i Norræna Húsið á matreiðslusýningu þar sem þær breyta matarleyfum frá ruslatunnum í fágaðan fingramat með uppskriftum sem gerða verða á staðnum og rusl endurheimt sem fjarsjóður. Við bjóðum áhorfendum að smakka ljúffengan mat, fylgjast með, tala við okkur og deila kunnáttu um mat eldaðan úr ruslatunnunni.