Lýðháskólanám í Færeyjum september – desember 2017
Lýðháskólinn í Færeyjum býður tveimur ungmennum frá Íslandi skólavist, þeim að kostnaðarlausu. skráning á: haskulin@haskulin.fo
Hefur þú áhuga á því að fara í Lýðháskóla í Færeyjum? Þá er þetta kjörið tækifæri fyrir þig.
Í Lýðháskóla Færeyja er engin námsáætlun, engin próf og engin pressa.
Í Lýðháskóla Færeyja færðu frið og ró til að líta inn á við, út í heim og spá í framtíðinni.
Í Lýðháskóla Færeyja færðu tækifæri til að kynnast nýju fólki, prófa nýja hluti og upplifa nýtt umhverfi.
Í Lýðháskóla Færeyja býrðu í fjóra mánuði á huggulegri heimavist með ungmennum víðsvegar að frá Færeyjum og öðrum Norðurlöndum.
Í Lýðháskóla Færeyja muntu eignast vini fyrir lífstíð.
Nánari upplýsingar:
www.instagram.com/foroyafolkahaskuli