Tónleikaröðin Verpa eggjum – raust//kliður//rómur


20:00

Tónleikaröðin Verpa eggjum er helguð tilrauntónlist og er samstarfsverkefni milli Norræna hússins, Mengi og Listaháskóla Íslands.

Markmið tónleikaraðarinnar Verpa eggjum er að kynna og flytja tilraunatónlist sem sækir innblástur að stórum hluta í arfleifð John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistarsögu 20. og 21. aldar svo um munar. Það er þessi heimur tilraunatónlistar sem Verpa eggjum byggir á; tilraunatónlist vísar í eðli tónlistarinnar sem oft felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna sem er heldur oft alls ekki aðalatriðið — framkvæmd verksins og hvernig að henni er staðið skapa meginforsendur tónlistarinnar.

Aðgangur er ókeypis!

 

Raust//kliður//rómur 
10. janúar kl. 20 í Norræna húsinu.

Flytjendur:
Berglind María Tómasdóttir
Einar Torfi Einarsson
Tinna Þorsteinsdóttir

  1. Peter Ablinger: Voices and Piano
  2. Peter Ablinger: Piccolo und Rauschen
  3. Else Marie Pade: etude I
  4. Peter Ablinger: Voices and Piano
  5. Einar Torfi Einarsson: stilla #1
  6. Peter Ablinger: Voices and Piano
  7. James Saunders: all the things we make you do

Listræn stjórnun: Berglind María Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Erik DeLuca

Facebook síða 

Verpa eggjum er styrkt af Tónlistarsjóði