Samskipti Svíþjóðar við Kína og Norður-Kóreu


12:00 - 13:30

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við sænska sendiráðið, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12:00-13:30 í Norræna húsinu

Svíþjóð var fyrsta vestræna ríkið til að stofna til formlegra tengsla við Kína, strax árið 1950, og tók sjálfur Mao Zedong persónulega á móti sænska sendiherranum við tilefnið. Svíþjóð er sömuleiðis eitt fárra ríkja í heiminum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu, en diplómatísk tengsl ríkjanna tveggja spanna rúmlega hálfa öld. Í því samhengi má nefna að árið 2001 var Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svía, fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn til að fara í formlega heimsókn til Norður-Kóreu. Þessi tengsl hafa gert það að verkum að Svíþjóð hefur haft milligöngu um ýmis mál er varða samskipti við Norður-Kóreu og sinna meðal annars störfum fyrir önnur stærri ríki, t.d. Bandaríkin.

Á þessum opna fundi Alþjóðamálastofnunar og sænska sendiráðsins mun Mats Fogelmark segja frá reynslu sinni í Kína og á Kóreuskaganum. Mats er höfuðsmaður í konunglega sænska sjóhernum og starfaði í þrjú ár sem varnarmálafulltrúi sænska sendiráðsins í Pyongyang, frá 2014 til 2017. Hann starfar nú hjá sænska sendiráðinu í Osló.

Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, býður gesti velkomna

Fundarstjóri: Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum