NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ?
13:45 - 16:30
NÝTT ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á BETRI STAÐ EÐA VIÐBYGGING VIÐ HRINGBRAUT ? – Hvað vinnst, hvað tapast?
Opinn fundur Samtaka um betri spítala á betri stað með fagfólki og fulltrúm stjórnmálaflokkanna í höfuðborginni. Föstudaginn 11. maí kl. 13:45 – 16:30 í Norræna húsinu
- Hvernig á að velja stað fyrir þjóðarsjúkrahús?
- Tekur lengri tíma að byggja nýjan spítala á nýjum stað?
- Er dýrara að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað?
- Er Hringbraut vandamál fyrir sjúkraflutninga?
- Hvað er mikilvægast að gera fyrir heilbrigðiskerfið meðan beðið er eftir nýjum spítala?
Fjallað verður um þessar spurningar og fleiri faglega frá ýmsum hliðum. Síðan munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna lýsa afstöðu sinna flokka til málsins.
Skráning er á www.betrispitali.is/skraning. Ráðstefnugjald kr. 1.500.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Fundarstjóri
Snæbjörn Brynjarsson, blaðamaður og listamaður
Dagskrá
13:45 Skráning / kaffi
14:00 – 15:15 Framsöguerindi
Ávarp: Alma D. Möller, landlæknir eða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Óstaðfest
Nýr Landspítali við Hringbraut, hvers vegna?: Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Óstaðfest.
Fagleg staðarvalsgreining fyrir spítala: Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur FSFFí, lektor við Landbúnaðarháskólinn
Reynsla frá Stavanger um staðarvalsgreiningu fyrir spítala: Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi hjá Nordic arkitektastofunni í Noregi
Bygging spítala, stóra myndin: Sigurður R. Ragnarsson forstjóri ÍAV
Bygging spítala, praktísk atriði. Ólafur Sæmundsson, byggingaverktaki.
Samanburður á hagkvæmni staðsetninga: Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur
Núverandi spítali vs. nýr spítali?: Dr. Birgir Guðjónsson (óstaðfest)
15:15 Kaffiveitingar
15:30 Pallborð fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til sveitastjórna í Reykjavík (Þátttaka sumra er óstaðfest ):
Alþýðufylkingin
Borgin okkar Reykjavík
Flokkur fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Framsóknarflokkur, Ingvar Jónsson, flugstjóri, oddviti listans
Frelsisflokkurinn
Höfuðborgarlistinn, Björg Sigurþórsdóttir, oddviti listans
Íslenska þjóðfylkingin, munu mæta
Karlalistinn
Kvennahreyfingin
Miðflokkurinn, Vigdís Hauksdóttir, oddviti listans
Píratar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti listans
Samfylkingin, Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokkur, Eyþór Arnalds, oddviti listans
Sósíalistaflokkur Íslands
Viðreisn, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Vinstrihreyfingin grænt framboð, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
16:30 Ráðstefnulok