Nýsköpun til betra lífs


08:45 - 10:00

Nýsköpun til betra lífs

Morgunverðarfundur Einkaleyfastofunnar

Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins býður Einkaleyfastofan til morgunverðarfundar í Norræna húsinu 28. apríl kl. 08:45.

Bætt líf er þema Alþjóðahugverkadagsins í ár og hvernig nýsköpun stuðlar að því að gera lífið heilbrigðara, öruggara og betra.

Á morgunverðarfundinum verður fjallað um það hvernig íslenskir frumkvöðlar þróa hugmyndir sínar og koma þeim á framfæri um heim allan.

Dagskrá: 
– Tatjana Latinovic, deildarstjóri hugverkadeildar Össurar
– Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Matís
– Helga Dögg Flosadóttir, stofnandi og forstjóri Atmonia
– Gréta Hlöðversdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri As We Grow

Fundarstjóri er Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar

Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið postur@els.is.

Frekari upplýsingar um viðburðinn. 

Aðgangur er ókeypis #WorldIPDay