Norrænar umræður um #metoo-hreyfinguna í menningargeiranum
13:00 - 15:30
Málstofa í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. febrúar kl. 13. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Fyrir rétt rúmu ári síðan dreifði #metoo-hreyfingin sér um heiminn. Konur frá ólíkum atvinnugreinum deildu eigin reynslu af kynferðislegri áreitni og komu saman í þessum opinberunum, menningargeirinn var engin undantekning þar á og var í raun upphafspunktur hreyfingarinnar. Vitnisburðir og umræðan um kynferðislega áreitni náði mikilli athygli í fjölmiðlum og skapaði opinbera umræðu. Hreyfingin batt enda á þögnina sem hafði að mestu áður ríkt og bjó til samfélagslega umræðu um kynferðislega áreitni og valdmisbeitingu á vinnustöðum. En hvað gerðist eftir það og hvað lærðum við?
Enn er þörf á umræðunni og vitundundarvakningu um kynferðislega áreitni á Norðurlöndunum. Þess vegna stendur Norræna ráðherranefndin að málstofum um þetta málefni á öllum Norðurlöndunum. Í hverju landi förum við yfir #metoo-hreyfinguna og og ræðum einnig aðgerðir hins opinbera og horfum fram á veginn og ræðum næstu skref.
Aðalfyrirlesari er sænski rithöfundurinn, blaðamaðurinn og dagskrágerðarmaður í sænska sjónvarpinu Alexandra Pascalidou.
Fyrirlesarar eru:
Alexandra Pascalidou
Ásta Jóhannsdóttir: Nýdoktor – Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Halla Gunnarsdóttir: Sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
Helgi Héðinsson: Sálfræðingur hjá Líf og Sál
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm: Leikkona og ein af forsprökkum #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð
Umræður í pallborði:
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm – Leikkona
Ásta Jóhannsdóttir- Nýdoktor – Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
Ragnheiður Skúladóttir – Framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins
Una Eyþórsdóttir – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Halla Gunnarsdóttir: Sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
Erindi og umræður verða á ensku.