Hvordan ser en holdbar nordisk velfærd ud i fremtiden?


12:00-13:15

Nordens i fokus inviterer til møde  om nordisk velfærd 5. desember kl. 12:00. Mødet forgår på islandsk.

Í sumar tilkynnti Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, að hann hefði fengið Árna Pál Árnason, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra Íslands, til að vinna stefnumótandi úttekt á samstarfi Norðurlandanna á sviði félagsmála.

Úttektinni er ætlað að greina þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir á sviði velferðarmála og hvernig hægt sé að nýta norrænt samstarf til að mæta þeim.

Úttektin er sú sjötta sem unnin er í norrænu samstarfi. Thorvald Stoltenberg reið á vaðið með svonefndri Stoltenbergskýrslu um sóknarfæri í norrænu samstarfi á sviði varnar- og öryggismála. Þá vann Bo Könberg stefnumótandi úttekt á samstarfi um heilbrigðismál og Poul Nielson á vinnumálasamstarfinu. Unnið er að úttektum á samstarfi í orkumálum og umhverfismálum. Gert er ráð fyrir að Árni Páll ljúki verkefninu um mitt næsta ár.

Norðurlönd í fókus boða til opins fundar í Norræna húsinu þar sem að Árni Páll fer yfir hvað felst í úttektinni og hvernig vinnunni miðar. Hverjar verða helstu áskoranir í velferðarþjónustu á næstu árum? Er til eitthvað sem heitir Norrænt velferðarmódel? Hvar stendur Ísland í norrænum samanburði?

Að loknu erindi Árna Páls taka við pallborðsumræður um úttektina og málaflokkinn.

Fundurinn fer fram í sal Norræna hússins 5. desember kl. 12-13:15.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn er öllum opinn.