Mýrin Bókmenntahátíð; 18. október – vinnusmiðjur


10:00
Elissa Auditorium & Børnebibliotek

Við kynnum Mýrin, alþjóðlegu barna- og unglingabókmenntahátíðina;

Týnd út í mýri!

Eru barnabækur týndar eða eru þær leiðarljósið í breyttum heimi? Átján erlendir og innlendir rit- og myndhöfundar og sérfræðingar á sviði barnabókmennta taka þátt í fjölbreyttri þriggja daga dagskrá.

Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar.

Dagskrá:

18. október 

10:00-10:45 Meritxell Martí and Xavier Salomó höfundar bókanna Dularfulla og óvænta húsið hans afa, Skemmtilega og skelfilega húsið hennar ömmu, Hræðileg gjöf og Hræðilegt hús – verða með vinnusmiðju fyrir börn í Elissa Auditorium. Viðburðurinn fer fram á ensku.

11:00-11:45 Leiðsögn um sýninguna Lína, lýðræðið og raddir barna! á barnabókasafninu. Leiðsögnin er fyrir allan aldur og í umsjón Ylvu sem vinnur í Norræna Húsinu.
Leiðsögumanneskjan talar ensku, íslensku og sænsku.

Leiðsögnin er ókeypis en skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com

12:00-12:45 Julian Clary & David Roberts eru höfundar bókanna um Bold-fjölskylduna. Viðburðurinn er fyrir börn á miðstigi. Smiðjan er haldin í Elissa Auditorium og fer fram á ensku. 

13:00-13:45 Búum til bekk! Hugmynda- og teiknismiðja.
Yrsa Þöll og Iðunn Arna, miðla af sinni reynslu og aðstoða ykkur við að skapa ólíkar persónur sem eru saman í bekk og leggja grunn að ykkar eigin sögum. Vinnusmiðjan er fyrir yngri börn á barnabókasafninu. Viðburðurinn fer fram á íslensku. 

Smiðjan er ókeypis en skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com

13:00-13:30 Martin Widmark höfundur og Æsa Guðrún Bjarnadóttir þýðandi bókaflokksins Spæjarastofa Lalla og Mæju verða með vinnusmiðju fyrir börn á miðstigi, í Elissa Auditorium. Viðburðurinn fer fram á ensku. 

14:00-14:45 BAR(N)-SVAR
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir og Gunnar Helgason halda spurningakeppni sem skapar sögur. Viðburður fyrir allan aldur. Viðburðurinn fer fram á barnabókasafninu og er á íslensku.

15:00-15:45 teiknarinn Elías Rúni og rithöfundurinn Bjarni Fritzson halda viðburð handa börnum á miðstigi. Viðburðurinn fer fram á barnabókasafninu og er á íslensku. 

 

Myndskreytt af

Brimrún Birta Friðþjófsdóttir

Andre begivenheder