Valget i Færøerne
12:00 - 13:15
Nordens i fokus og Foreningen Norden i Reykjavik afholder debat i Nordens Hus den 26. august kl. 12-13:15
Det er gratis for alle og vil foregå på islandsk.
Þingkosningar fara fram í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst. Í tilnefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og færeysk stjórnmál.
Petur Petersen, sendiherra Færeyja á Íslandi, flytur erindi um kosningarnar og stjórnmál í Færeyjum.
Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í færeyskum stjórnmálum í pallborði. Við fáum til okkar breiðan hóp af fólki sem öll eru velkunnug stjórnmálum í Færeyjum og samfélagsumræðunni þar í landi.
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins sér um fundarstjórn, þátttakendur eru:
Björg Eva Erlendsdóttir – f.v. formaður Norræna félagsins í Reykjavík og framkvæmdastjóri þingflokks VG i Norðurlandaráði
Bryndís Haraldsdóttir – þingmaður íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins
Gísli Gíslason – varaformaður færeysk- íslenska viðskiptaráðsins og hafnarstjóri Faxaflóahafna
Petur Petersen – sendiherra Færeyja á Íslandi
Sif Gunnarsdóttir – skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi forstjóri Norræna hússins í Færeyjum
Fundurinn verður á íslensku og er öllum opinn, boðið verður upp á léttan hádegisverð
© norden.org