Heilbrigð jörð – Heilbrigt líf


16:00-18:00
Auditorium
Gratis adgang
Við höldum áfram með viðburðaröðina “Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi”.
Í þessum viðburði sem er nr. 2 í röðinni tengjum við saman heilbrigði vistkerfa við heilsu og vellíðan manna. Á viðburðinum verða áhugaverð erindi, m.a. um tengsl og tengslarof okkar við náttúruna og um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu. Við köfum einnig ofan í undraveröld örveranna með erindi um áhrif örveruflóru á heilsu okkar. Að lokum fáum við spennandi erindi frá Jarðgerðarfélaginu.
Auk erinda og pallborðsumræðna, bjóðum við upp á veitingar og náttúruvín frá Sónó matseljum í Norræna húsinu að viðburði loknum.
Fundarstjóri verður Katrín Oddsdóttir.
Nánari dagskrá verður birt innan skamms.
Viðburðurinn fer fram bæði fram í Norræna húsinu og einnig í beinu streymi.
*This event will be in Icelandic*
Send this to a friend