Bókakynning: Heiðra skal ég dætur mínar


17:00 - 19:00

Heiðra skal ég dætur mínar

Frásögn föður um morð á eigin barni

 

Draumsýn býður til málstofu og bókakynningar í Norræna húsinu 10. maí kl. 17, verið velkomin!

Snemma í maí gefur Draumsýn út umtalaða bók Lenu Wold, Heiðra skal ég dætur mínar. Bókin sem hefur fengið mikið umtal í Noregi og Danmörku fjallar um gerendur og fórnarlömb heiðursmorða í Jórdaníu.

Lene Wold hefur varið miklum tíma í Jórdaníu undanafarin þrjú ár með föður sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum til að endurheimta heiður fjölskyldunnar.

Wold hefur rætt við dótturina, sem lifði af tilræðið og sat í fangelsi í mörg ár á eftir til að hljóta vernd fyrir eigin fjölskyldu. Höfundurinn hefur heimsótt fangelsi og moskur, lesið blaðagreinar og dómsskjöl, og heimsótt ímana, þorpsleiðtoga og morðingja.

Með hjálp óvenjulegra heimilda lýsir hún hlið á heiðursmorðum sem hingað til hefur verið óþekkt. Við fáum söguna frá sjónarmiði gerandans og Wold sýnir fram á að heiðursmorð snúast ekki um íslam, heldur um hefðir og löggjöf sem er hægt að takast á við og breyta.

Heiðra skal ég dætur mínar er sláandi frásögn um hvað það er sem fær föður til að setja gildi samfélagsins ofar lífi eigin barna. Þetta er sérstök og harmþrungin saga sem lætur lesandann ekki ósnortinn.

LENE WOLD er blaðamaður og stjórnmálafræðingur. Hún hefur starfað fyrir dagblaðið The Independent og The Centre for Investigative Journalism í Englandi, og hefur búið og starfað í Miðausturlöndum. Hún er með meistaragráðu í fjölmiðlafræði frá Goldsmiths University of London, með bakkalárgráðu í þróunarfræðum frá Høgskolen í Osló, og hefur lært arabísku í Líbanon og Jórdaníu.

Lene Wold kemur til Íslands 10. maí í tilefni útgáfu bókarinnar og mun í heimsókn sinni segja frá dvöl sinni í Jórdaníu í tengslum við gerð bókarinnar og upplifun sinni á þeim tíma.

„… hristir upp, hreyfir við og upplýsir“ – DAGBLADET

„Þetta er rannsóknarblaðamennska í háum gæðaflokki.“ – NRK

„… góð og mikilvæg bók“ – HAMAR ARBEIDERBLAD

„… hrottaleg, en gefur góða innsýn.“ -NRK

„… bók sem beðið hefur verið eftir… hrífur lesandann með sér og erfitt að leggja hana frá sér.“ – KLASSEKAMPEN

„Verkefni sem á skilið athygli í öllum sínum hryllingi.“ – VG

„Lene Wold er persóna sem færir birtu yfir framtíð norskrar blaðamennsku .“ – MORGENBLADET