Folkemødet Lýsa 2018 – Hofi Akureyri

Akureyri kulturselskap holder to dages festival, hvor der bydes på arrangementer om samfundsspørgsmål og politik. Begivenheder hele dagen med særligt aftenprogram med musik og andre arrangementer. Atmosfæren er afslappet, underholdende og inspirerende. Festivalen finder sted i Hofi Akureyri 2018. Nordens i fokus, Hallo Norden og Foreningen Norden deltager i festivalen med et spændende program, som forgår på Islandsk.

 

FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER

11:15 – 12:00 HAMRAGIL
Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir opinberlega um tilnefningar til
hinna virtu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Þema verðlaunanna í
ár er verndun lífsins í hafinu. Með þemanu vill norræna dómnefndin vekja
athygli á verkefnum sem styðja hin nýju heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
fyrir 2030 en „lífið í hafinu“ er einmitt 14. markmiðið í dagskrá SÞ.

13:00 – 13:45 LUNDUR
Samvinna Norðurlanda
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fjallar um norrænu ríkin í gamni
og alvöru. Hvað Norðurlöndin eigi sameiginlegt, af hverju hafa þau séð sér hag
í vinna svo náið saman, af hverju varnar- og öryggismál eru ekki lengur tabú í
norrænni samvinnu? Hvernig má búast við að samvinnan þróist, er kannski
möguleiki á að draumur sem sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg
setti fram um norrænt sambandsríki verði að veruleika? Hvernig liti slíkt ríki
út, hver yrði höfuðborgin og þjóðhöfðingi, hvaða tungumál ætti að tala og hver
yrði þjóðsöngurinn?

14:00 – 14:30 LUNDUR
Kosningarnar í Svíþjóð
Þingkosningarnar í Svíþjóð fara fram sunnudaginn 9. september n.k. og það
stefnir í spennandi baráttu. Håkan Juholt sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins fara yfir stöðu stjórnmála í
Svíþjóð fyrir kosningarnar. Umræðurnar fara fram á ensku.

16:15 – 17:15 LUNDUR
Jafnlaunavottun
Á Íslandi hefur verið innleidd jafnlaunavottun, en það framtak varð
velferðarnefnd Norðurlandaráðs hvatning til þess leggja fram tillögu um
samnorræna vottun. Stjórnmálafólk og fagaðilar ræða jafnlaunavottun, hvers
vegna var hún færð í lög? Hvernig gengur framkvæmdin og hverjir eru kostir og
gallar við vottunina?
Þátttakendur eru Þorsteinn Víglundsson alþingismaður Viðreisnar og
fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Katrín Björg Ríkharðsdóttir
framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Steinunn Þóra Árnadóttir alþingiskona
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og situr í norrænu velferðarnefndinni
og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðarstofnunar.

18:00 – 20:00 HAMRABORG
UseLess: heimildarmynd og umræður um matar- og tískusóun
Verðlaunamyndin UseLess er glæný heimildarmynd sem fjallar um hvernig
sóun á mat og tískuvarningi hefur orðið að alvarlegu samfélags- og
umhverfisvandamáli heiminum, ekki síst í ríkustu löndum heims. Myndin er
lausnamiðuð og kynnir ýmis ráð sem áhorfendur geta tileinkað sér til að taka
skref í rétta átt.
Framleiðendur myndarinnar, Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir
segja frá tilurð myndarinnar og umræður fara fram að sýningu lokinni. Þátttakendur:
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska; Brynhildur
Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna; Kolbeinn Óttarsson
Proppé, þingmaður VG og fulltrúi Íslands í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.
Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins stjórnar umræðum.

12:00 – 12:30 LUNDUR
#MeToo samtal
Samfélagsmiðlabyltingin MeToo skók allan
heiminn og bárust fréttir og sögur daglega
af mikilli valdmisbeitingu í öllum geirum.
Enn berast fréttir í tengslum við MeToo, en
hver eru áhrif MeToo á samfélagið? Hvað
eigum við eftir að sjá enn?
Sunna Valgerðardóttir fjölmiðlakona ræðir
við þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur
ritara og þingkonu Sjálfstæðisflokksins,
Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata í
Reykjavík og forseta borgarstjórnar,
Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann
Eflingar og Sögu Garðarsdóttur leik- og
fyndlistakonu um MeToo byltinguna og
áhrif hennar í samfélaginu.

12:45 – 13:30 SVALIR
Velferðartækni
Velferðartækni er samheiti yfir tæknilausnir
sem leggja áherslu á að nýta tækni
og snjalllausnir til að auðvelda fólki að búa
á eigin heimili og við betri lífsgæði þrátt
fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.
Velferðartækni miðar að allir geti verið
virkir þátttakendur í samfélaginu eins lengi
og kostur er. Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri Öldrunarheimila
Akureyrar fjallar um og kynnir þá möguleika
sem velferðartækni býður uppá.

14:00 – 14:45 SETBERG
Kynning á norrænu samstarfi
og verkefnum
Kynningin fer fram í formi örfyrirlestra þar
sem farið verður yfir þau helstu verkefni
sem Norræna félagið og Norræna húsið
standa að. Kynnt verða verkefni eins og
upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd,
Nordjobb, Norden i Skolan, Norræna
bókmenntavikan, Norðurlönd í Fókus og
verðlaun Norðurlandaráðs. Einnig verða
veittar upplýsingar um norræna styrki.