FORMEX NOVA // HönnunarMars


Formex Nova var stofnað árið 2011 í þeim tilgangi að koma Norrænni hönnun á framfæri og er núna með stærstu hönnunarverðlaunahátíðum á Norðurlöndunum.

Íslenski hönnuðurinn Ragna Ragnarsdóttir hlaut Formex Nova verðlaunin árið 2018 og mun hún sýna verk sín í sal Norræna hússins á HönnunarMars.

Einnig munu þeir hönnuðir sem fengu tilnefningu í ár sýna en það eru Falke Svatun (NO), Hilda Nilsson (SE), Kasper Friis Kjeldgaard (DK), Studio Kaksikko (FI) and Theodóra Alfreðsdóttir (IS).

 

Markmið Formex Nova verðlaunanna er að vekja athygli á verkum ungra hönnuða á uppleið.

Í ár hlýtur Madeleine Nelson frá Svíþjóð sérstök heiðursverðlaun sem einblínir á sjálfbærni og umhverfisvernd fyrir verkefni sitt Regrow.

Á HönnunarMars mun Formex hefja opið samtal um „Norrænan lífsstíl“ í samstarfi við Norræna húsið, sænska sendiráðið og Design Nation. Frekari upplýsingar væntanlegar.

HönnunarMars

Opnunartími

28. mars: 11:00–22:00
29. mars: 11:00–22:00 Opið hús með veitingum og uppákomum milli kl. 17-19.
30. mars: 11:00–17:00
31. mars: 13:00–17:00

Fleiri viðburðir í Norræna húsinu á HönnunarMars