Áhugi Trumps á Grænlandi: Toppurinn á ísjakanum
12:00-13:00
Opinn fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 28. ágúst frá klukkan 12:00-13:00 í boði Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands og Norðurlanda í fókus.
Áhugi Trumps á Grænlandi: Toppurinn á ísjakanum
Hvað þýðir aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi fyrir Ísland, samband Grænlands við Danmörku og öryggishagsmuni ríkja á norðurslóðum? Grænland hefur í langan tíma þjónað mikilvægu hlutverki fyrir öryggi Bandaríkjanna. Undanfarið hefur það ratað meira í sviðsljósið í vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna á svæðinu, nú síðast þegar Bandaríkin gerðu fyrirætlanir sínar um aukna viðveru á Grænandi ljósar.
Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins
Streymt verður frá viðburðinum sem fer fram á ensku og er opinn öllum.
Damien Degeorges rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Reykjavík. Hann talar reiprennandi dönsku og hefur í yfir 15 ár fylgst náið með þróun mála á Grænlandi. Hann hefur doktorsgráðu í stjórnmálafræði og fjallaði doktorsritgerðin hans um hlutverk Grænlands á norðurslóðum.