Sumartónleikar – Lau Nau (FI)

Laura Naukkarinen, eða Lau Nau eins og hún kallar sig í tónlistarheiminum, er eitt af mest spennandi nöfnum í nútíma finnsku tónlistarlífi. Myndrænu tónverkin hennar eru bæði framsækin og falleg þar sem hún blandar saman lifandi hljóðfærum, rafhljóðfærum og umhverfishljóðum. Hljóðmyndir hennar hafa prýtt bæði listaverk og kvikmyndir og hún kemur í Norræna húsið með tríó sem mun bjóða upp á lifandi og nýstárlega ferð inn í framandi svæði tónlistar.

Kaupa miða

Fjórða tónleikaröð Norræna hússins fer fram í sumar og verður að ýmsu leyti óvenjuleg. Kynnt verða fjögur atriði með framúrskarandi íslenskri tónlist en auk þess kemur þekkt tónlistarfólk frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sem flytur draumkennt og sjónrænt framúrstefnupopp, friðsæla píanótónlist og taktfast rafeindapopp. – Tónlistarúrval sumarsins verður enn fjölbreytilegra en í fyrra.

Miðasala á tix.is.