Sumartónleikar – Farao (NO)

Farao er listamannanafn hinnar norsku Kari Jahnsen og nýjasta plata hennar Pure-O var vel metin í tónlistarheiminum og hlaut lof frá mörgum mikilvægum gagnrýnendum. Enda er platan sannarlega veisla fyrir eyrað! Með glæsilegri blöndu af 90´s R’n’B og austurríkjadiskói hefur hún skapað frumlegan hljóðheim, kryddaðan með öruggum söng sínum sem fjallar opinskátt um flókin ástarsambönd. Með fjögurra manna hljómsveit mun Farao bjóða upp á taktfasta og melódíska upplifun í tónleikasal Norræna hússins.

Kaupa miða

Fjórða tónleikaröð Norræna hússins fer fram í sumar og verður að ýmsu leyti óvenjuleg. Kynnt verða fjögur atriði með framúrskarandi íslenskri tónlist en auk þess kemur þekkt tónlistarfólk frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sem flytur draumkennt og sjónrænt framúrstefnupopp, friðsæla píanótónlist og taktfast rafeindapopp. – Tónlistarúrval sumarsins verður enn fjölbreytilegra en í fyrra.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum í sumar frá 1. júlí til 19. ágúst. Aðgangseyrir er 2.000 kr og 1.500 kr fyrir námsmenn og eldri borgara. Miðasala á tix.is.