Sumartónleikar – August Rosenbaum (DK)

Kaupa miða

Ágúst Rosenbaum er nú þegar vel þekkt nafn í dönsku tónlistarlífi og núna er komið að Íslandi. August hefur samið tónlist fyrir myndlist, leikhús og dans en meðal þeirra listamanna sem hann hefur unnið með má nefna Rhye, Robin Hannibal, MØ, Kendrick Lamar, Kim Gordon, Kindness og SOHN. Í nýju sólóverkefni leitast hann við að finna ný tjáningarform og sína eigin rödd í nútímalegri píanótónlist. Í Norræna húsinu í júlí fáum við tækifæri til að heyra hann leika á fallega Steinway-flygilinn í fullkomnum hljómburði í tónleikasal Alvars Aalto

 

Aðgangseyrir er 2.000 kr og 1.500 kr fyrir námsmenn og eldri borgara. Miðasala á tix.is.

Banner photo: Lasse Dearman