Blátt hraun og fleiri undur – Vinnustofa


13.00 - 15.00
Hvelfing

Hefurðu gengið undir jörðinni eða skíðað í loftinu? Myndlistarmaðurinn Anna Líndal segir frá sinni reynslu í skemmtilegri vinnustofu sem veitir innsýn í verk hennar á sýningunni TIME MATTER REMAINS TROUBLE í Norræna húsinu.

Vinnustofan er gestum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir!

Skráning með nafni og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is

Anna hefur tekið þátt í fjölda innlendra og erlendra sýninga, haft fumkvæði að rannsóknar- og sýningarverkefnum, tekið þátt í ráðstefnum og haldið fjölmörg erindi um fagið. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í Listrannsóknum frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Anna var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000–2009.

Send this to a friend