Hönnunarbúð Norræna hússins

Í Hönnunarverslun Norræna hússins er lögð áhersla á fallega Norræna hönnun sem er sérvalin inn í verslunina. Vöruúrvalið er fjölbreytt og spannar allt frá klassískum hönnunarvörum eftir heimsþekktri hönnunun frá t.d. Alvar Aalto, sem teiknaði húsið, yfir í unga og spennandi hönnun.

Verslunin hefur, líkt og Norræna húsið, sjálfbærni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi í sínu vöruvali.

 

Opnunartímar verslunar

Alla daga frá 10:00 -17:00