Norræna húsið auglýsir eftir kynningarfulltrúa

Hefur þú brennandi áhuga á menningu, listum og samfélagslegum málefnum?

Norræna húsið auglýsir eftir kynningarfulltrúa í 100% starf. Um er að ræða afleysingu á tímabilinu 1.10.2021– 31.12.2021. Leitað er að drífandi, skapandi og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur bæði áhuga og reynslu af miðlun menningar- og samfélagsmála ásamt umfangsmikla reynslu af ólíkum samfélags- og stafrænum miðlum. Starfið er afar fjölbreytt og á sér stað á spennandi alþjóðlegum vettvangi norrænnar samtímalistar, menningar og umræðu. Langar þig að vera með?

Hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Haldgóð reynsla af menningar- og samfélagsmálum.
Umfangsmikil reynsla af vinnu með samfélagsmiðla.
Góð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.
Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
Frekari fyrirspurnir um starfið veitir Þórunn Stefánsdóttir, fjármála- og mannauðsstjóra á netfangið thorunnst@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til 20.9.2021. Tekið er við umsóknum í gegnum Alfreð appið.
Send this to a friend