Huggulegur staður fyrir börn og fjölskyldur þeirra

Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga.
Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Tilraunalandið, Vatnsmýrarhátíðin, sögustundir, Orðaævintýri og Sirkushátíðin.

SaveSave

Barnahellir / Barnabókasafn Norræna hússins

Í Barnahelli eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn á öllum 7 norðurlandamálunum. Á veturna eru sögustundir fyrir börn á sænsku, finnsku, norsku og dönsku. Leikskólar, grunnskólar og aðrir hópar geta pantað heimsóknir í Norræna húsið og bókasafnið.

Bókasafnið er vel útbúið af spilum og leikföngum, púðum og brúðum, bókum og litlum kastala sem gaman er að klifra upp í.

Opnunartími er 10-17 alla daga.

Í Norræna húsinu tökum við vel á móti skólahópum

SKÓLAHÓPAR OG LEIKSKÓLAHÓPAR fá leiðsögn um húsið og sýningar þess, ef við á, ásamt stuttri kynningu á arkitektinum Alvari Aalto. Gefin er
innsýn í starfsemi hússins og hlutverk í norrænu samhengi. Barnahellir er vinsæll viðverustaður og börnin hafa gaman að því að kynna sér fána
Norðurlandanna og söguhetjur barnabókmenntanna.
Norræna húsið býður upp á verkefna- og þrautabækur fyrir börn.
Allir fá fallegt bókamerki að gjöf.

Bóka þarf heimsóknir með góðum fyrirvara. Heimsóknir í Norræna húsið fyrir skóla- og leikskólahópa eru án endurgjalds.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar hjá Telmu Rós Sigfúsdóttur fræðslustjóra Norræna hússins: telma@nordichouse.is eða í síma: 5517030.