Huggulegur staður fyrir börn og fjölskyldur þeirra

Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga.
Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Tilraunalandið, Vatnsmýrarhátíðin, sögustundir, Orðaævintýri og Sirkushátíðin.

SaveSave

Barnahellir / Barnabókasafn Norræna hússins

Í Barnahelli eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn á öllum 7 norðurlandamálunum. Á veturna eru sögustundir fyrir börn á íslensku, sænsku, finnsku, norsku, færeysku, grænlensku og dönsku.
Skoða viðburðadagatal Norræna hússins eftir mánuðum til að finna næstu sögustund.

Leikskólar, grunnskólar og aðrir hópar geta pantað heimsóknir í Norræna húsið og bókasafnið. Sjá nánar um skipulagðar heimsóknir hér

Bókasafnið er vel útbúið af spilum og leikföngum, púðum og brúðum, bókum og litlum kastala sem gaman er að klifra upp í.