Upplýsingafundur um norræna menningarsjóði


15-17

Hvernig afla ég peninga fyrir menningarverkefninu mínu? Upplýsingafundur um norræna menningarsjóði.

Ert þú með menningarverkefni eða góða hugmynd en vantar fjárhagslegan stuðning til að ljúka því og kynna það fyrir heiminum? Er erfitt að finna út úr hvar á að sækja um, hvenær og fyrir hvað? Þá er þessi fundur það sem þú þarft!

Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir. Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.

Það verður kynning á tveimur af mikilvægustu norrænu menningarsjóðunum: Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt. Tveir fulltrúar Nordisk Kulturfond segja frá, Jonatan Habib Engqvist og Ása Richardsdóttir – bæði sérfræðingar í að greiða leiðina fyrir umsækjendur að rétta sjóðnum, auk kynningar frá verkefnastjóra Norræna hússins Gunn Hernes. Saman munu þau gefa góða mynd af norræna styrkjakerfinu og spara þér margar erfiðar stundir fyrir framan tölvuna.

Í stuttu máli getum við sagt að: Nordisk Kulturfond hefur það hlutverk að stuðla að samstarfi milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Sjóðurinn hefur unnið með menningarsamstarf síðan árið 1966 og er með fjárhagsáætlun upp á 36 miljónir DKK, þar sem stærsti hlutinn deilist út til norrænna menningarverkefna. Úthlutunarleiðir sjóðsins eru þrjár: almenni sjóðurinn sem er með umsóknarfrest þrisvar á ári, OPSTART og sjóður fyrir sérstök efnissvið.

Nordiskkulturfond

Nordisk Kulturkontakt er opinber norræn menningarstofnun rekin af Norrænu ráðherranefndinni, sem stýrir fjórum norrænum sjóðum: Mobilitetsstøtte, sem aðstoðar við að fjármagna ferðakostnað, tengslamyndun og uppihald, Kultur- og kunstprogrammet sem veitir styrki til nýsköpunar listrænna verkefna, NORDBUK sjóðurinn sem aðstoðar stofnanir sem styrkja þáttöku barna og ungmenna í pólistísku ferli og norrænu samstarfi og að lokum VOLT sem styður menningarleg verkefni barna og ungmenna.

Nordiskkulturkontakt

 

Jonatan Habib Engqvist (SE) er fræðimaður, sýningarstjóri, kennari og sjálfstætt starfandi. Hann hefur komið að mörgum ólíkum alþjóðlegum verkefnum og sýningum m.a. í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Þá hefur hann skrifað og ritstýrt mörgum bókum og blaðagreinum.

 

Ása Richardsdóttir (IS) hefur unnið í þrjá áratugi innan menningar, stjórnmála og fjölmiðla. Hún hefur komið að framleiðslu og sköpun ýmissa ólíkra viðburða og verkefna. Hún lagði m.a. grunninn að einu af sjálfstæðu leikhúsunum í Reykjavík 1994 og var framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins í átta ár.

 

Gunn Hernes (NO) er verkefnastjóri í Norræna húsinu og hefur verið gestafyrirlesari í tónlistar og leikhúsgeiranum. Í mörg ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi framleiðandi og hefur ferðast víða um heim með mismunandi danshópum og komið að skipulagningu útihátíða og tónleika.