Unnur Sara – Pikknikk Tónleikar


15:00

Söngkonan Unnur Sara Eldjárn og píanóleikarinn Þórður Sigurðarson flytja franska kaffihúsatónlist frá listafólki á borð við Edith Piaf, Serge Gainsbourg og Jacques Brel. Hér gefst frábært tækifæri til að heyra lög flutt í lágstemmdri útgáfu í einstökum hljómburðinum í gróðurhúsi Norræna hússins. Unnur Sara hefur löngum heillast af franskri tónlist og fyrir stuttu gaf hún út plötuna Unnur Sara syngur Gainsbourg. Platan hefur hlotið verðskuldað athygli og hefur lagið La Javanaise náð tæpleg milljón spilunum á Spotify.

Pikknikk Tónleikar

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR

Dagskrá