Sjálfbærni í norrænni hönnun


08:00-13:15 og 14:00-17:00

Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017

Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. 

Skráning er hafin og fer fram á tix.is. Viðburðurinn fer fram á ensku og sætafjöldi er takmarkaður.

Skráning

Staðfestingargjald á málþingið er 2,500 kr (1,000 kr fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskýrteinis) og þeir sem staðfest hafa þátttöku geta skráð sig í vinnustofur meðan pláss leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Dagskrá:

8:00-8:30, húsið opnar, kaffi í anddyri

8:30-13:15, málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun

13:15-14:00, hlé

14:00-16:00, vinnustofa: Teaching sustainability – educating next generation of change makers (max 20)

14:00-16:00, sýningarstjóraspjall: Exhibiting design – new agendas and new media (max 30)

16:00-17:00, leiðsögn um sýninguna Öld barnsins og léttar veitingar

 

Norræna sýningin Öld barnsins er sprottin af Century of the Child: Growing by Design 1900-2000 sem opnaði á MoMA í New York árið 2012. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá MoMA verður frummælandi á ráðstefnunni.

Frummælandi: Juliet Kinchin (UK/USA), Sýningarstjóri við Museum of Modern Art í New York (MoMA)

Fyrirlesarar (í stafrófsröð):

Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtaka Bandaríkjanna
Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns Danmerkur og fyrrverandi rektor Hönnunarháskóla Danmerkur (Danmarks Designskole)
Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir (Ísland), handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2016
Gréta Hlöðversdóttir (Ísland), framkvæmdastjóri As We Grow, handhafa Hönnunarverðlauna Íslands 2016

Elisabet V. Ingvarsdottir (Ísland), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur
Garðar Eyjólfsson (Ísland), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands
Gréta Hlöðversdóttir (Ísland), framkvæmdastjóri As We Grow, handhafi Hönnunarverðlauna Íslands 2016
Guðni Elísson (Ísland), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is
Mette Sindet Hansen (Danmörk), framkvæmdastjóri stefnumótunar og samstarfs hjá hjá INDEX: Design to Improve Life, sem ár hvert veitir hæstu peningaverðlaun í heimi á sviði hönnunar.

Umræðum stjórna (frá Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands)
Sigrun Alba Sigurdardottir, lektor og fagstjóri fræða
Thomas Pausz, hönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun
Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður og prófessor í vöruhönnun

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

 

Nánari upplýsingar veitir,
Kristín Ingvarsdóttir
kristini@nordichouse.is
S: 551-7032