Námsefni fyrir börn: Öld barnsins


Námsefni í hönnun fyrir börn

Norræna húsið hefur í samstarfi við menningarverkefnið List fyrir alla látið framleiða námsefni fyrir börn sem virkjar sköpunargáfu og þjálfar færni á margvíslegan hátt. Verkefnin eru fjölbreytt og ólík að umfangi, og þeim fylgja leiðbeiningar og ítarefni fyrir kennara og aðra áhugasama.

Námsefnið er aðgengilegt á síðunni og nýtist því kennurum um allt land. Markmiðið með námsefninu er að hvetja nemendur til að hugsa um hönnun út frá ólíkum sjónarhornum – bæði út frá sköpun og hugmyndavinnu, sem og samfélagsþáttum á borð við sjálfbærni og aðstæður barna á ólíkum tímum.

Námsefnið byggir annars vegar á innleiðandi myndbandi og hins vegar á verkefnislýsingum sem hægt er að prenta út. Myndbandið gefur bæði almennan innblástur inn í heim hönnunar fyrir börn og sértækari kynningu á valinni hönnun, hönnuðum og arkitektum. Verkefnalýsingarnar eru þrjár, og saman halda þær utan um heildarferli í hönnun en hven hluta má engu að síður vinna óháðan hvorum öðrum – allt eftir aðstæðum hverju sinni, og aðlaga öllum stigum grunnskólans.

 

STÓLLINN MINN – frá hugmynd að húsgagni

I : orð eru til alls fyrst

II : tjáning í teikningu

III : mótun í form

x : kennsluleiðbeiningar fyrir kennara

_

viðauki I : námsmat

viðauki II : ítarefni

 

 

Höfundar

Námsefnið (myndband, verkefni og kennsluleiðbeiningar) er unnið af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt og rithöfundi og Maríu Sjöfn Dupuis Davíðsdóttur hönnuði og listamanni, sem báðar eru einnig kennarar í sjónlistum.

Ítarefni er tekið saman af Elísabetu V. Ingvarsdóttur hönnuði og hönnunarsagnfræðingi og Ölmu Sigurðardóttur listgreinakennara.

Kristín Ingvarsdóttir (kristini@nordichouse.is) veitir nánari upplýsingar um verkefnið.

List fyrir alla hlýtur þakkir fyrir að styrkja gerð námsefnisins.