Höfundakvöld með Hanne-Vibeke Holst og Kristínu Steinsdóttur


19:30

Höfundakvöld með Hanne-Vibeke Holst og Kristínu Steinsdóttur í Norræna húsinu fimmtudaginn 4. október 2018 kl. 19.30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands og ritverk Hanne-Vibeke Holst og Kristínar Steinsdóttur verður áherslan lögð á hlutverk kvenna í bókmenntum í gegnum tíðina í ljósi kvennahreyfingarinnar og þróun samfélagsins í Danmörku og á Íslandi.

Hanne-Vibeke Holst (1959) er lærður blaðamaður og hefur meðal annars skrifað fyrir Berlingske Tidende, Alt for Damerne og Politiken. Holst kom fyrst fram sem rithöfundur árið 1980 og hefur gefið út fjölmargar skáldsögur síðan sem sumar hafa verið yfirfærðar í sjónvarp og leikhús. Skáldsögur Holst snúast oft um um lífsreynslu kvenna nútímans eða þær eru sannsögulegar og fjalla um valdatafl í pólitík, t.d  Kronprinsessen (2002), Kongemordet (2005) og Dronningeofferet (2008), sem hun fékk verðlaunin De Gyldne Laurbær fyrir. Holst er mikilvæg rödd í jafnréttisumræðunni í Danmörku vegna stöðu sinnar sem samfélagsrýnir, fyrirlesari og rithöfundur.

Kristín Steinsdóttir (1946) er kennaramenntuð og með BA gráðu í dönsku og þýsku og hefur búið á Íslandi, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Kristín hefur skrifað bækur og leikrit fyrir börn, unglinga og fullorðna síðan 1988. Hún hefur setið í stjórn Rithöfundasambands Íslands og stjórn Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Hún hefur fengið fjölda íslenskra verðlauna fyrir bækur sínar og hlaut hún barnabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Engill Í Vesturbænum (2003). Skáldsagan Á eigin vegum var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands, stýrir umræðu sem fer fram á dönsku. Aðgangur er ókeypis.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.

Verið velkomin!

Myndir: Miklas Szabo og Kristinn Ingvarsson