Norræna húsið er lokað frá 24. desember 2021 – 3. janúar 2022. Við óskum öllum gleðilegra hátíða og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári.
Laus störf kynningar- og samskiptastjóra og verkefnastjóra
Norræna húsið auglýsir tvö störf á sviði kynningarmála og verkefnastjórnunar. Norræna húsið er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu og býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi og leggjum við áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Kynningar- og […]
Uppskriftir frá Bækur sem bragð er af
Laugardaginn 4. desember héldu þær Silla Knudsen frá Sono og Helga Haraldsdóttir viðburð þar sem gestum gafst kostur á að spreyta sig á uppskriftum af konfekti, sælgæti og heitum drykkjum og upplifa brögð desembermánaðar. Allar uppskriftirnar má nálgast hér. Möndlur: 300g möndlur 1 ½ bolli vatn 1 bolli hvítur sykur ½ bolli púðursykur […]
Ráðgjöf við styrkumsóknir hjá Nordic Culture Point
Fimmtudaginn 4. nóvember milli 9:00 og 14:00 mun Katja Långvik, ráðgjafi hjá Nordic Culture Point veita ráðgjöf við styrkumsóknir í Norræna húsinu. Nordic Culture Point styrkir verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum og gefst mögulegum umsækjendum tækifæri til að fá ráðgjöf við umsóknir sínar og umsóknarferlið. Nauðsynlegt er að bóka tíma í ráðgjöf með því að […]
Norræna húsið auglýsir eftir fjármálastjóra
Í Norræna húsinu starfar kraftmikið teymi sem nú leitar að fjármálastjóra. Við leggjum mikla áherslu á að finna einstakling sem er traustur, skapandi og lausnamiðaður. Viðkomandi verður bæði að geta unnið sjálfstætt og verið áreiðanlegur liðsmaður. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana og uppgjöra Eftirfylgni með reikningagerð, launaútreikningum og tekjustreymi Umsjón […]