Yfirbókavörður (100%) 

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. Árið 2018 fagnar Norræna húsið 50 ára starfsafmæli.

 

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

Norræna húsið leitar að öflugum einstaklingi til að leiða bókasafn Norræna hússins. Viðkomandi kemur til með að hafa mótandi áhrif á starfsemi bókasafnsins, stuðla að frekari uppbyggingu þess og þróun, ásamt því að taka þátt í fjölbreyttri starfsemi hússins.

Helstu verkefni

· Móta markmið og stefnu bókasafnsins og fylgja þeim eftir í samstarfi við stjórn og starfsmenn hússins

· Vinna markvisst að markmiðum Norrænu ráðherranefndarinnar s.s. um jafnrétti, börn og ungmenni, sjálfbærni, tæknivæðingu og nýja norðurlandabúa

· Hafa umsjón með daglegri starfsemi og rekstri safnsins

· Hafa frumkvæði og virka aðkomu að viðburðum Norræna hússins, sér í lagi á sviði bókmennta og bókasafnsins

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði

· Reynsla af stjórnun bókasafna æskileg

· Þekking á Gegni bókasafnskerfi eða sambærilegum kerfum svo og skjalavörslu

· Góð kunnátta í a.m.k. einu norðurlandamálanna, íslensku og ensku, ásamt færni til að tjá sig á þessum málum í ræðu og riti

· Frumkvæði og aðlögunarhæfni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum, skipulags- og samskiptahæfni auk hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum

· Færni í Office 365 og þekking á samfélagsmiðlum æskileg

 

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017 og staðan laus frá 2. apríl 2018. Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um starfið veitir Þórunn Stefánsdóttir thorunnst@nordichouse.is og Margrét I. Ásgeirsdóttir margret@nordichouse.is. Ekki er tekið á móti umsóknum sem berast á þessi netföng. Upplýsingar um Norræna húsið má finna á www.norraenahusid.is

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.