Hönnunarbúð Norræna hússins

Í Hönnunarverslun Norræna hússins er lögð áhersla á fallega Norræna hönnun sem er sérvalin inn í verslunina. Vöruúrvalið er fjölbreytt og spannar allt frá klassískum hönnunarvörum eftir heimsþekktri hönnunun frá t.d. Alvar Aalto, sem teiknaði húsið, yfir í unga og spennandi hönnun.

Eitt af aðalmarkmiðum verslunarinnar er að styðja við sjálfstæða hönnuði sem vilja koma hönnun sinni á framfæri á Íslandi. Verslunin hefur, líkt og Norræna húsið, sjálfbærni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi í sínu vöruvali.

Skoðaðu síbreytilegt vöruúrval verslunarinnar í myndasafni á Facebook síðu Norræna hússins

 

Opnunartímar verslunar

Virka daga frá 09:00 -17:00 nema miðvikudaga þá er opið til kl. 21:00. Helgar 10:00 – 17:00.

Ath! Á miðvikudögum er frítt inn á listasýningar hússins