Öflugur bókari óskast í hlutastarf

Starfið felur í sér færslu bókhalds, reikningagerð, afstemmingar, virðisaukaskattsuppgjör og önnur störf er snúa að bókhaldi og uppgjörsvinnu.

Hæfniskröfur

  • Viðurkenndur bókari og/eða hagnýt reynsla af bókhaldsstörfum
  • Haldgóð þekking á fjárhagsbókhaldi, verkefnabókhaldi og dk bókhaldshugbúnaði
  • Góð færni í excel, almenn tölvufærni og skilningur á a.m.k einu norðurlandamáli

Eiginleikar

  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og getu til að starfa með öðrum

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk.

Tekið er á móti umsóknum með tölvupósti á netfanginu thorunnst@nordichouse.is með skýringuna ”Bókari 2018” og eru umsækjendur beðnir um að senda inn ítarlega ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi sem tilgreinir á skilmerkilegan hátt hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu, hæfni og eiginleika.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri Norræna hússins, thorunnst@nordichouse.is eða í síma 551 7027.