Myndlist í anddyrinu er vettvangur fyrir norræna og baltneska listamenn til að sýna list sína fyrir íslendingum og gestum Norræna hússins. Sýningar standa að meðaltali yfir í 3-6 vikur og nokkrir  listamenn valdir á ári hverju til að prýða veggi anddyrisins.

Umsókn um sýningu í anddyrinu

 

Umsóknarfrestur fyrir sýningar er; 31. mars 2018 fyrir sýningar 2019. Umsóknum verður svarað um 14 dögum eftir umsóknarfrest.
Þér er velkomið að senda umsókn og spurningar á:
info@nordichouse.is með yfirskriftinni: Kunstutstilling.

Umsóknarkröfur

Listamaðurinn verður að vera búsettur á Norðurlöndunum eða í Baltnesku landi sem/og vera með ríkisborgararétt á Norðurlöndunum en búsettur erlendis.

Umsókninni skal skilað á ensku eða skandinavísku.

Umsóknartextinn á að innihalda stutta lýsingu á verkunum og listsköpuninni (hámark ein blaðsíða), ferilskrá listamannsins og myndefni.

Allir umsækjendur fá senda staðfestingu vegna umsóknar sinnar en aðeins er haft samband við þá listamenn sem valdir eru til að sýna í anddyrinu.

Lýsing á rýminu

Anddyrið í Norræna húsinu er einstakt rými þar sem það tengir saman alla starfsemi hússins, hvort sem þú ert að fara á veitingastaðinn, bókasafnið, á tónleika- og/eða í samkomusalinn. Svo einhver dæmi séu tekin, þá hefur anddyrið rými fyrir u.þ.b. 14-17 myndir sem eru 70-100 cm á breidd og eru þær hengdar eru upp með vír.  Nánari upplýsingar veitir info@nordichouse.is