Vísur Svantes


20:00

„Se, hvilken morgenstund.
Solen er rød og rund.
Nina er gået i bad.
Jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.“

Grátbroslegar vísur Svantes eftir danska skáldið Benny
Andersen verða fluttar í Norræna húsinu 13. ágúst 2015
kl. 20:00. Vísurnar fjalla um örlög svíans Svante Svendsen
sem bjó í Danmörku frá unga aldri, eftir að hann varð viðskila við foreldra sína í ferjunni milli Svíþjóðar og Danmerkur.

Flytjendur vísnanna eru:
Kormákur Bragason sem túlkar Svante og leikur á gítar,
Karl Pétur Smith leikur á slagverk,
Einar Sigurðsson á kontrabassa,
Helgi Þór Ingason spilar á píanó,
og Eðvarð Lárusson á gítar.

Aðgangseyrir er 2000 kr og eru miðar seldir við hurð.
AALTO Bistro sér um veitingasölu.