Snorri Helgason – Pikknikk tónleikar


15:00-16:00

Söngva- og lagasmiðurinn Snorri Helgason frá Reykjavík hefur gegnt mikilvægu hlutverki á tónlistarsenu landsins síðan hann var tvítugur. Núna er Snorri á þrítugsaldri og semur þjóðlagatónlist sem hann hefur þróað síðan fyrri hljómsveit hans Sprengjuhöllin lagði upp laupana. Snorri semur djúphugul þjóðlög, hresst popp, rólegar ballöður og jafnvel eitt og annað fönk.

Viðburðurinn er á facebook hér.

Hlusta

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.

Frítt er inn á alla tónleikana. 

Veitingarsala á Aalto Bistro.

 

Dagskrá

24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)