Máttur hugsana Samkvæmt Gralsboðskapnum


20:00

 

Fyrirlestur á ensku, fyrirlesari er Christopher Vasey

 

Fyrirlestur á ensku Lesinn útdráttur úr Gralsboðskapnum á íslensku.

Ef til er einhver ein athöfn sem við fáumst mjög oft við, þá er það hugsunin. Við hugsum jafnvel stöðugt. Þáttur hugsana í lífi okkar er þvílíkur að okkur ætti að vera afar ljóst hvað þær eru. Þó er það svo, að um leið og við reynum að skilgreina þær verður erfitt að henda reiður á þeim. Og hvernig ber okkur að skilgreina hugsanir?

Í fyrirlestrinum er sýnt fram á, út frá þekkingunni sem býr í andlega ritinu „Í ljósi sannleikans, Gralsboðskapurinn“ eftir Abd-ru-shin, að um leið og hugsanir eru sendar út, myndast þær í handanheimum sem fínkennt efni. Myndanir þessar, svonefnd „hugsana-form“ tjá nákvæmlega inntak hugsananna.

Tilvist hugsana-forma gerir okkur kleift að útskýra á rökréttan hátt margt af því sem annars væri óskiljanlegt, svo sem hugsanaflutning, uppgötvanir samtímis, fastar hugmyndir, andagift, hópsálfræði o.s.frv.

Maðurinn er fyrst og fremst hugsandi vera. Hann ætti að vera sér betur meðvitaður um þann mátt sem býr í hugsunum hans.

Aðgangseyrir: 500 kr.

 

Skipuleggjandi: Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft

Veffang: www.gralsbodskapur.org

Netfang: info@gralsbodskapur.org

Sími: 842 2552