Polish Posters


 

Ókeypis aðgangur/ Anddyri Norræna hússins 

Pólsk kvikmyndaveggspjöld (e. Polish Posters) er einstök sýning á sérhönnuðum veggspjöldum pólskra listamanna.

Hluti veggspjaldanna voru sérstaklega unnin fyrir Riff og túlkun á kvikmyndum leikstjóra sem hafa verið heiðursgestir á RIFF síðastliðin ár. Þar má nefna leikstjórana David Cronenberg, Jim Jarmusch og Alejandro Jodorowsky. Á sýningunni eru einnig veggspjöld sem túlkuð hafa verið fyrir stórmyndir kvikmyndasögunnar og leikstjóra á borð við Stanley Kubrick, David Lynch, Jean-Pierre Jeunet, Roman Polański og Krzysztof Kieślowski.

Pólsk kvikmyndaveggspjöld

Sýningin er á dagskrá pólsku menningarhátíðarinnar Við skin Norðurljósa sem haldin verður í Reykjavík og á Akureyri dagana 23. – 29. september. Boðið verður upp á vinnustofur, fyrirlestra, sýningar á veggspjöldum og einstaka kvikmyndasýningar. Nánar

Saga veggspjaldanna frá Póllandi!

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar í Morgunblaðið 27. júlí 2008: 

,,GERÐ kvikmyndaveggspjalda er deyjandi listgrein. Núorðið láta flestir kvikmyndaframleiðendur sér duga að nota stillu úr myndinni eða uppstillta mynd af aðalleikurunum sem þeir skella svo á titli myndarinnar, nöfnum leikaranna og nokkrum lofsamlegum dómum ef einhverjir fundust. Það er af sem áður var þegar veggspjöld voru iðulega handteiknuð af miklum listamönnum, enda ekki bara nostalgíufaktorinn sem ræður því að fólk er mun líklegra til að hengja gömul kvikmyndaveggspjöld upp á vegg hjá sér en ný…. En Pólverjar börðust öðrum þjóðum ötullegar gegn þessari þróun, enda hefðin fyrir alls kyns grafíklist þar í landi mjög sterk. Og það sem meira var þá sættu þeir sig ekki við metnaðarleysi umheimsins í þessum efnum og gerðu þess í stað sínar eigin útgáfur af veggspjöldum flestra þeirra erlendu mynda sem rötuðu í pólsk bíó. Flest gjörólík frumútgáfunni og iðulega mun listrænni.“

Taktu þátt í skemmtilegri og fræðandi hátíð um pólsk kvikmyndaveggspjöld! nánar

Verkefnið er styrkt af Ráðuneyti menningar og þjóðararfs í Póllandi.