Norðurlöndin á milli Hitlers og Stalín


19:00 - 21:00

Norðurlöndin á milli Hitlers og Stalín

Valur Gunnarsson mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu 29. nóvember kl. 19

Viðburðurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis

Norðurlöndunum tókst -að mestu- að halda sig fyrir utan fyrri heimsstyrjöld. En þjóðríkin, sem þá voru orðin fimm, drógust öll inn í seinni heimsstyrjöldina með einum eða öðrum hætti. Og áttu í samstarfi við eða voru hernuminn af mismunandi stríðsaðilum. En hefði þetta getað farið öðruvísi?

Hefði Norrænt varnarbandalag getað tryggt hlutleysið?

Hefðu Finnar getað komist hjá átökum með því að semja við Stalín? ,

Hefðu Svíar getað tekið beinan þátt, og þá gegn hverjum?

Hefðu Danir getað barist gegn Hitler frekar en að semja?

Eða Norðmenn samið frekar en að berjast?

Og var möguleiki á að Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland?

 

Valur Gunnarsson er blaðamaður, rithöfundur og sagnfræðingur. Hann er nú að vinna meistaraverkefni sitt í sagnfræði sem fjallar um „hvað ef“ spurningar og Norðurlöndin. Nýlega kom út eftir hann skáldsagan „Örninn og fálkinn“ sem fjallar um hvað hefði getað gerst ef Þjóðverjar hefðu orðið á undan Bretum til Íslands. Þetta er þriðja skáldsaga hans, en hann hefur áður starfað sem fyrsti ritstjóri Reykjavik Grapevine og sem blaðamaður fyrir hin ýmsu blöð bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur meðal annars búið í Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, Rússlandi og Bretlandi.