Nordic Strip – myndlistarsýning


NORDIC STRIP / 16. ágúst – 16. september / ókeypis aðgangur

Vertu velkominn á opnun sýningarinnar NORDIC STRIP miðvikudaginn 16. ágúst kl. 17:00 í anddyri hússins. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar. 

Fimm sænskir listamenn hafa í sameiningu skapað Nordic Strip, margar myndir sem skapa eina norræna heild. Hver mynd er unnin í ákveðnu samhengi og í samtali milli listamannanna sem skapar myndbrot af bæði andstæðum og samheldni.

Hugmyndin á bak við sýninguna er sagnaspuni, þegar margir einstaklingar semja saman sögu, eina setningu í einu. Heildarútlit verksins byggir á fjölmörgum 30×30 cm myndum sem settar verða saman í Norræna húsinu með ákveðinni athöfn og samræðu á milli listamannanna.

Sænska listamennirnir á bak við Nordic Strip eru Stina Wollter, Per Sångberg, Ebba Stålhandske, Guðrún Westerlund og Margareta Fundelius.