Miðvikudagskvöld í Norræna húsinu

Matur og menning öll miðvikudagskvöld

Með hækkandi sól er tilvalið að gera sér glaðan dag í miðri viku í Norræna húsinu. Frá og með 1. apríl verður Norræna húsið opið alla miðvikudaga frá kl. 9:00 – 21:00. Hægt verður að sækja myndlistarsýningar hússins ásamt öðrum viðburðum.  Hönnunarverslunin hefur að sjálfsögðu opið og veitingarstaðurinn Aalto Bistro framreiðir gómsæta rétti.

Viðburðardagatal Norrræna hússins

Skoða viðburðardagatal Norræna hússins

AALTO Bistro í Norræna Húsinu.

 

Vertu með í að rifja upp 50 ára sögu Norræna hússins

Á bókasafni Norræna hússins verða haldnir vikulegir viðburðir á miðvikudagskvöldum frá kl. 19:00 – 21:00 í tilefni af 50 ára afmæli Norræna hússins, 2018. Litið verður til baka á liðna tíð ásamt góðum gestum. Allir velkomnir.  Sjá nánar um viðburðinn hér.

 

 

Sýningarsali má finna á neðri hæð og í anddyri hússins

Interwoven– 06.04.2017 – 02.05.2017

Litróf íslensku ullarinnar – 22.03.2017 – 22.04.2017

 

Hönnunarverlsun Norræna hússins
Opin 9-21 á miðvikudögum

 

Hönnunarverslun Norræna hússins selur vandaðar og sérvaldar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum.

Skoða myndir