Miðvikudagskvöld í Norræna húsinu

Gerðu þér glaðan dag í miðri viku

Á miðvikudögum er Norræna húsið opið til kl. 21:00. Þá er hægt er að sækja myndlistarsýningar hússins ásamt öðrum viðburðum.  Hönnunarverslunin hefur að sjálfsögðu opið og veitingarstaðurinn Aalto Bistro framreiðir gómsæta rétti.

Á miðvikudögum í sumar verður hægt að kynna sér Norræna menningu með leiðsögn, tveggja rétta máltíð á Aalto Bistro og tónleikum í Tónleikaröð Norræna hússins  fyrir aðeins 7800kr (fullt verð 9600).

Sumartilboð

  • Leiðsögn um húsið kl. 18:00
    Í sumar verður boðið upp á leiðsögn um Norræna húsið (á ensku). Í leiðsögninni fá gestir aðgang að sýningunni BORGARVERAN, kynningu á arkitektúrnum og Alvar Aalto ásamt því að fá innsýn í 49 ára sögu þess sem menningarstofnun. Verð: 1000 kr. ásamt inngöngu á BORGARVERAN 1000 kr.

 

  • Tveggja rétta kvöldverður á AALTO Bistro (kl. 18:40)

Aðalréttur: Skarkoli og humar m. sítrónu-kryddjurtarsósu, snöggsteiktu grænmeti og graskers-rauðbeðskremi.

Eftirréttur: Heit súkkulaðiterta m. chilli, engifer og kryddlegnum ávöxtum, ásamt sítrónuböku með marengs.
Verð. 5600. kr.

 

  • Tónleikaröð Norræna hússins  kl. 20:00 Verið velkomin á Tónleikaröð Norræna hússins alla miðvikudaga í sumar frá 14. Júní til 30. ágúst. Tónleikaröðin inniheldur rjómann af íslenskum djassi og íslenskri þjóðlagatónlist, með smá áhrifum frá latínu- og balkantónlist, sem og góðum gesti frá Svíþjóð. Tónleikaserían einkennist af afbragðs tónlistarmönnum og spannar allt frá hinu melankólíska og lágstemmda yfir í hið ástríðufulla og stormasama. Verð: 2000. kr

(tímabil: 14. júní – 30. ágúst 2017. Aðeins á miðvikudögum. Ath við bókun byrjar þú á því að velja þér tónleika)

 

Bóka sumartilboð


Sýningarsali má finna á neðri hæð og í anddyri hússins


BORGARVERAN / 25.05.2017 – 05.11.2017/ 11-17

 Eyes as Big as Plates – Ljósmyndasýning, 01.06.2017 – 13.08.2017

 


Hönnunarverslun Norræna hússins
Opin 9-21 á miðvikudögum

 

Hönnunarverslun Norræna hússins selur vandaðar og sérvaldar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum.

Skoða myndir

 


Vertu með í að rifja upp 50 ára sögu Norræna hússins

Á bókasafni Norræna hússins verða haldnir vikulegir viðburðir á miðvikudagskvöldum frá kl. 19:00 – 21:00 í tilefni af 50 ára afmæli Norræna hússins, 2018. Litið verður til baka á liðna tíð ásamt góðum gestum. Allir velkomnir.  Sjá nánar um viðburðinn og opnunartíma hér.

Nánar