Miðvikudagskvöld í Norræna húsinu

Gerðu þér glaðan dag í miðri viku

Á miðvikudögum er frítt inn á sýningar hússins, veitingarstaðurinn Aalto Bistro framreiðir gómsæta rétti með 10% afslætti og tónleikasería Norræna hússins gleður eyrað með eftirsóttum tónlistarmönnum frá íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi (20.júní – 15. ágúst). Skoða dagskrá tónleikaseríunnar hér.

 

Viðburður hússins eru að sjálfsögðu á sínum stað og tilvalið er að kynna sér viðburðardagatal Norræna hússins hér.

Innblásið af Aalto: með sjálfbærni að leiðarljósi tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. Sýningin er opin til 2. 9. 2018

 

AALTO Bistro er opið til kl. 21:30 á miðvikudögum. Skoða matseðil

 

Tóneikasería Norræna hússins er á miðvikudögum kl. 21 í sumar frá 20. júní – 15. ágúst. Dagskrá.

 

Myndlist í anddurinu er vettvangur fyrir norræna og baltneska listamenn til að sýna list sína fyrir íslendingum og gestum Norræna hússins. Sýningar standa að meðaltali yfir í 3-6 vikur og nokkrir listamenn valdir á ári hverju til að prýða veggi anddyrisins.

 

Barnabókasafnið er opið til kl. 21 á miðvikudögum. Bókasafnið er vel útbúið af spilum og leikföngum, púðum og brúðum, bókum og litlum kastala sem gaman er að klifra upp í.