Í leit að orsökum þróunar: Finkur Darwins á Galápagos


13:00 - 15:00

Í leit að orsökum þróunar: Finkur Darwins á Galápagos

Rannsóknastofa í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands boðar til málþings með Rosemary og Peter Grant í Norræna húsinu þann 22. maí kl 13–15.

Ein helsta áskorun þróunarfræðinga er að skýra geysilega auðgi tegunda og fjölbreytileika lífvera. Við munum ræða framfarir í skilningi okkar á tegundamyndun, sem er lykilferli í þróun lífvera, með sérstöku tilliti til fjölbreyttrar aðlögunar að breytilegu umhverfi sem finnst meðal finka Darwins. Við byggjum á niðurstöðum langtíma feltrannsókna á stofnum finka, rannsókna sem spanna fjóra áratugi. Við ræðum einnig sameinda-erfðafræðilegar rannsóknir á bakgrunni þroskunar á goggi finkanna.

Starfsmönnum og nemendum í líffræði, framhaldsnemum og BS nemum, er boðið að hitta Rosemary og Peter að morgni 22. maí. Þau munu halda fund með nemendum. Skipulag þeirra funda verður kynnt síðar. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Skipuleggjendur/organizers:

Einar Árnason, prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði: einararn@hi.is

Katrín Halldórsdóttir  þróunar- og  stofnerfðafræðingur: katrih@hi.is