Hvert stefnir Danmörk? STREYMI


19:30

Hvert stefnir Danmörk?

 Mikið umrót á sér stað um þessar mundir í Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem gömlu, hefðbundnu flokkarnir eiga undir högg að sækja og raddir gerast háværari sem kalla á nýja tegund stjórnmála. Þessi þróun á sér hins vegar langa sögu í Danmörku. En hvað hefur breyst? Og hvernig hyggjast danskir stjórnmálamenn bregðast við þeim gríðarstóru verkefnum sem blasa við landinu næsta áratuginn eða svo?

Clement Kjersgaard (f. 1975), einn þekktasti sjónvarpsmaður Dana, leitast við að svara þessum spurningum í erindi í Norræna húsinu, mánudagskvöldið 12. september kl. 19:30. Dagskráin er á dönsku.

Clement stýrir umræðuþáttum um stjórnmál á DR og er þekktur fyrir mjög beinskeyttan stíl og að láta stjórnmálamenn ekki komast undan því að svara spurningum. Hann hefur síðan 2004 meðal annars stjórnað þjóðmálaþáttum, eins og „Vi ses hos Clement“ og „Debatten“. Hann lauk stúdentsprófi í Hong Kong og stundaði háskólanám við Oxford-háskóla. Clement ritstýrir auk þess fréttatímaritinu RÆSON (raeson.dk), stendur fyrir fjölmörgum þjóðmálaviðburðum í Danmörku og er mjög vinsæll fyrirlesari.


Facebook viðburður