Höfundakvöld með Erik Skyum-Nielsen


19:30

 Í Norræna húsinu miðvikudaginn 3. október 2018 kl. 19.30.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Í tengslum við 100 ára afmæli Íslands sem fullvalda ríkis verður áherslan þetta kvöld lögð á nýlegar danskar og íslenskar fagurbókmenntir. Samtalið mun meðal annars varpa ljósi á líkindi bókmenntastrauma og frásagnarhefða landanna tveggja en einnig hvar munurinn liggur, sem og menningartengsl Danmerkur og Íslands í bókmenntum.

Erik Skyum-Nielsen (1952) er mag.art. í norrænum bókmenntum. Hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og bókmenntarýnir og -gagnrýnandi.

Skyum-Nielsen er leiðandi bókmenntarýnir norrænna nútímabókmennta og fremsti þýðandi Danmerkur á bókmenntum Norðuratlantshafsins. Hann hefur þýtt yfir 60 íslenska og færeyska titla á dönsku. Meðal annars þýddi hann allar bækur Einars Más Guðmundssonar. Árið 2015 fékk Skyum-Nielsen Orðstír, heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend mál.

Skyum-Nielsen hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars Ideologi og æstetik i H.C. Branners sene forfatterskab (1980), Den oversatte klassiker : Tre essays om litterær traditionsformidling (1997), Engle i sneen: lyrik og prosa i 90erne (2000), Møder med Madsen (Samtalsbók við Svend Åge Madsen, 2009) og Et skrivende dyr (samtalsbók við Bent Vinn Nielsen, 2011). Þar að auki innihalda bækurnar Fra ånden til munden: litteraturkritiske bidrag (2000) og Ordet fanger: litterær kritik i udvalg ved Christian Lund (2002) safn ritdóma Skyum-Nielsen.

Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gísli Magnússon, dósent i dönsku við Háskóla Íslands stýrir umræðu sem fer fram á dönsku. Aðgangur er ókeypis.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir höfundakvöldin og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Í hléi er síðan hægt að njóta léttra veitinga frá AALTO Bistro.

Verið velkomin!

Mynd: Søren Staal