HönnunarMars í Norræna húsinu

HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar hönnunar. Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. Fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar fara fram víðsvegar um borgina auk þess sem hönnuðir eiga viðskiptastefnumót við íslensk og erlend fyrirtæki. HönnunarMars fer næst fram dagana 23.–26. mars 2017.

Norræna húsið tekur þátt í HönnunarMars 2017 með fjölbreyttri dagskrá. Fylgist með- nánari upplýsingar koma fljótlega.