Hildur Vala – Pikknikk tónleikar


15:00-16:00

Hildur Vala vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Idol Stjörnuleit árið 2005. Síðan þá hefur hún sent frá sér þrjár sólóplötur. Sú nýjasta heitir Geimvísindi og hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda en þetta er fyrsta platan hennar með frumsömdu efni. Hildur Vala hefur fallega rödd og lögin hennar eru einstaklega hugljúf og textarnir ljóðrænir.

Hlusta

Viðburðurinn er á facebook hér.

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.

Frítt er inn á alla tónleikana. 

Veitingarsala á Aalto Bistro.

 

Dagskrá

24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)