Fyrirlestrar í náttúruvísindum – Hönnun sameinda og nanóvélmenna


18:00

Hönnun sameinda og nanóvélmenna

Með fyrirlestraröðinni Almennir fyrirlestrar í náttúruvísindum er hægt að kynna sér það nýjasta í vísindunum.

Norræna húsið streymir átta fyrirlestrum í náttúruvísindum frá Háskólanum í Árósum. Fyrirlestraröðin byggir á nýjum vísindalegum uppgötvunum og/eða nýjum upplýsingum sem annað hvort fella eða styðja við eldri tilgátur og kenningar í fræðunum.

Fyrirlestrarnir eru allir á háskólastigi, fara fram á dönsku og eru öllum opnir. Ókeypis aðgangur.

Pása er haldin í miðjum fyrirlestri og áhorfendur geta notað tækifærið til umræðna eða sent inn spurningar til fyrirlesaranna með sms eða á twitter. Boðið er upp á kaffi í hléinu.

 

Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni, 2018, ber heitið; Design af biomolekyler og nanorobotter. Streymið hefst kl. 18:00. Nánar um fyrirlesturinn á dönsku hér

Fyrirlesari: Ebbe Sloth Andersen, Interdisciplinært Nanoscience Center og Institut for Molekylærbiologi og Genetik, Aarhus Universitet.

Fyrirlestrarnir eru aðeins aðgengilegir í Norræna húsinu og því ekki á netinu.

 

Fyrirlestrar á vormisseri 2018

Allir fyrirlestrarnir eru á þriðjudögum kl. 18-20

Febrúar

Design af biomolekyler og nanorobotter, 6. febrúar

På rumsafari blandt Mælkevejens planeter, 20. febrúar

Relativitetsteori og gravitationsbølger, 27. febrúar

Mars    

Menneskedyret homo sapiens, 13. mars

Jordens og livets udvikling, 20. mars

April     

Ig Nobel Prize: first laugh, then think (ENSKA), 10. apríl

Myrer, 17. apríl

Maí       

Reward, prediction and brain dopamine (ENSKA), 1. maj

 

Kynningarmyndband 

Fyrirlestrunum er streymt í háskólum, bókasöfnum og víðar í Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og nú á Íslandi.

Vefsíða fyrirlestranna: https://ofn.au.dk/

Facebook síða fyrirlestraraðanna: https://www.facebook.com/OffentligeForedrag/