Eyes as Big as Plates – Ljósmyndasýning


Eyes as Big as Plates (NO/FI)

Sýningin verður opnuð þann 1. júní kl. 18 í Norræna húsinu. Allir velkomnir.

Ljósmyndasýningin Eyes as Big as Plates er samstarfsverkefni milli finnsku og norsku listakvennanna, Riitta Ikonen og Karoline Hjorth. Verkefnið er einkum áhugaverð tilraun til að persónugera þjóðsaganapersónur og náttúruöfl. Frá árinu 2011 hafa þær ferðast til Noregs, Finnlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Bretlands, Íslands, Færeyja, Svíþjóð, Japan og Grænlands og myndað fólk í ýmsum náttúrugerfum. Myndirnar eru teknar í samstarfi við fyrirsæturnar sem eru eftirlaunaþegar sem áður voru bændur, sjómenn, dýralæknar, pípulagningarmenn, óperusöngvara, húsmæður, listamenn og fræðimenn svo eitthvað sé nefnt. Hver myndaröð sýnir einstaklinga klædda í landslagið eins og skúlptúrar í tímalausu umhverfi. Náttúran er þannig rauður þráður á milli myndaseríanna sem nú eru orðnar allmargar. Á sýningunni verða sýndar myndir úr íslensku myndaseríunni sem tekin var á Reykjanesi árið 2013.

Sýningin í Norræna húsinu er fjármögnuð af Nordisk Kulturkontak, Norsk-islandsk kultursamarbeid og FRAME- Contemporary Art Finland.

Ljósmyndabókin verður gefin út af norska útgefandanum Press og kemur út í september á þessu ári. Til að panta afrit af bókinni er þér velkomið að senda tölvupóst á: eyesasbigasplates@gmail.com

www.eyesasbigasplates.com