Vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir konur


15-20

Vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir stúlkur og konur verður haldin í Norræna húsinu 2. júní kl. 15-20. Þátttaka er ókeypis og fer fram á ensku. Skráning hér fyrir neðan. 

Þó þú hafir ekki samið tónlist áður eða ert búin að vera að semja tónlist lengi þá ertu velkomin. Fáðu nýjar hugmyndir og verkfæri til að skapa tónlist og hittu aðrar konur á öllum aldri sem vilja semja eða hafa samið tónlist. Vinnusmiðjunni líkur með tónleikum þátttakenda. Lágmarksaldur er 16 ára.

Leiðbeinandi er Rune Rebne (NO) kennari í tónsmíðum við Tónlistarháskóla Noregs. Rune hefur haldið vinnusmiðjur í tónsmíðum fyrir stelpur og konur víða um heim með það að markmiði að styrkja stöðu kvenna í tónsmíðum. ,, Það er mín reynsla að ef stúlkur fá tækifæri til að hittast í skapandi og öruggu umhverfi, þá byrja hlutir að gerast!“ Segir hann.

Vinnusmiðjan er á ensku og er haldin í kjölfar heimsóknar Nordlyd kvartettsins í Norræna húsið sem heldur ókeypis tónleika í húsinu 1. júní kl. 20:00. Sjá nánar um tónleikana hér

 

Skrá mig