Ætlist. Smábarna listasmiðja – Barnamenningarhátíð


11:00-12:00, 13:00-14:00

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 17.- 22. apríl 2018.

Listasmiðja fyrir ungabörn á aldrinum 5-11 mánaða með finnsku listakonunni Marika Tomu Kaipainen. Í smiðjunni fá börnin málningu sem er búin til úr grænmeti og ávöxtum. Með hjálp foreldra sinna búa börnin til listaverk. Börnin nota öll skilningarvitin, snertingu, heyrn, lykt, sjón og bragð.

Fimmtudagur 19. apríl kl. 11-12 (skráning óþörf) og kl. 13-14 (skráning á tix.is her // UPPBÓKAÐ!!). Vinsamlegast athugið að áhugasamir um námskeiðið kl. 13-14 geta mætt í Norræna húsið fyrir kl. 13 á fimmtudaginn og skráð sig á biðlista. 

 

Vinsamlegast komið með börnin í fatnaði sem má skemmast. Sumir litir eru unnir úr berjum og nást ekki endilega úr fötum.  Annað sem finna má í litunum kemur úr kartöflum, korni og hrísgjónum.