A Plastic Ocean- heimildarmynd


17-19

Aðgangur ókeypis!
Myndin er á ensku og umræður fara fram á íslensku.

Fyrir myndina verður boðið upp á léttar veitingar.

Plastmengun er vandamál sem fer ört vaxandi en á hverju ári eru framleiddar um 300 milljónir tonna af plasti, þar af helmingurinn einnota. Um átta milljónir af plasti enda árlega í hafinu með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið. Við getum leyst vandamálið með fræðslu, aðgerðum en nauðsynlegt er að endurhugsa það hvernig við notum plast.

A Plastic Ocean er heimildarmynd sem fjallar um plastmengun í hafi, umfang vandans og hvað hægt sé að gera til þess að sporna gegn honum. Landvernd í samstarfi við Norræna húsið býður til sýningar á þessari mynd til þess að vekja fólk til umhugsunar um rusl í náttúrunni og kynna alheimshreinsun sem fram fer þann 15.september nk.

Eftir sýningu myndarinnar verða stuttar umræður þar sem rætt verður um mögulegar lausnir við plastvandanum og alheimshreinsunin kynnt.

Let´s Do it! World er alheimshreinsunarátak þar sem almenningur er hvattur til þess að fara út og hreinsa sitt nánasta umhverfi.  Landvernd ásamt Bláa hernum, Plastlausum September og JCI á Íslandi hvetja almenning til þess að taka þátt í átakinu, skipuleggja eigin hreinsun og skrá hreinsunina á www.hreinsumisland.is. Milljónir manna í 150 löndum munu sameinast þennan dag í hreinsun víðsvegar um heiminn.

Linkar

http://aplasticocean.film
www.landvernd.is
www.hreinsumisland.is
www.letsdoitworld.org

Norðurlönd í fókus, styrkt af